top of page

Um okkur 

Hamingjan býr í heilsunni

Berglind Heilsumiðstöð leysir þjóðfélagslegan vanda með því að sporna við stóraukinni tíðni lífsstílssjúkdóma. Við bjóðum upp á heilbrigðisráðgjöf fyrir fólk sem hefur náð miðjum aldri og vill fjölga heilbrigðari og innihaldsríkari æviárum. 

Sagan okkar

Fyrirtækið Berglind Heilsumiðstöð hefur það að markmiði að veita fjarheilbrigðisráðgjöf í hæsta gæðaflokki fyrir landsmenn sem vilja auka lífsgæði sín og bæta heilsu. 

Þjónusta Berglindar Heilsumiðstöðvar byggir á því að að ráðleggja fólki sem vill bæta lífsgæði sín á persónulegan og faglegan hátt. Framkvæma staðlaðar heilsufarsmælingar, veita aðhald og eftirfylgni, halda utan um heilsufarsleg gögn og upplýsa fólk um rétt sinn hvað varðar þjónustu í heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfinu. Með því að nota fjarfundabúnað Kara Connect er ætlunin að uppfylla allar þær þarfir eða þjónustu sem viðskiptavinir óska eftir og með samstarfi við sérfræðinga víða um land verður hægt að vísa fólki í fagleg úrræði nærri sinni heimabyggð, ef þörf er á. 

   

Þessi þjónusta er alfarið veitt á netinu, en heimsfaraldurinn gerði það að verkum að fjarfundabúnaður er orðinn eðlilegur og um leið nauðsynlegur hluti af lífi okkar. Flest allir hafa þurft að aðlagast breyttum aðstæðum og má líklega fullyrða að tækniþróun almennings hafi orðið hraðari en ella, vegna faraldursins. Í því felast tækifæri Berglindar Heilsumiðstöðvar meðal annars, að nýta þessa þróun og nota tæknina til að hjálpa viðskiptavinum að bæta lífsgæði. Líkt og komið var inn á hér að ofan er starfið að miklu leyti byggt á trúnaði milli viðskiptavinar og ráðgjafa og allt kapp lagt á að skapa gagnkvæmt traust. 

Teymið

Sandra.jpg

Sandra 

Stofnandi og framkvæmdastjóri

berta.png

Berta Björk 

Hjúkrunarfræðingur, ráðgjafi

Bjarndís.png

Bjarndís Helga

Hjúkrunarfræðingur, ráðgjafi

viðar.png
heimir.png

Viðar Pétur

Rekstrarverkfræðingur

ferlar og greining

Heimir

Vefstjóri

margmiðlun og hönnun

Samstarfsaðilar

bottom of page