top of page
shutterstock_2076953992.jpg
berglind_heilsumidstod_blatt.jpg

Heilbrigðisráðgjöf á netinu

Berglind Heilsumiðstöð býður upp á heildræna þjónustu sem hentar öllum þeim sem hafa náð 50 ára aldri, vilja taka ábyrgð á eigin heilsu og ná sem bestum lífsgæðum út lífið.

Boðið er upp á persónulega og faglega þjónustu þar sem viðskiptavinur fær sinn persónulegan ráðgjafa. Heilbrigðisráðgjöfin felst í því að skima fyrir áhættuþáttum, veita ráðgjöf og aðhald. Við höldum utan um heilsufarsleg gögn og upplýsum fólk um rétt sinn hvað varðar þjónustu í heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfinu. Jafnframt vísum við þjónustuþegum á sérfræðinga nærri sinni heimabyggð, ef þurfa þykir.

Í samstarfi við Kara Connect notumst við við fjarfundabúnað og getum því þjónustað viðskiptavini óháð búsetu.

Meðferðarleiðirnar okkar

Skimun og ráðgjöf, eitt viðtal

Viðskiptavinur fær sendan spurningalista sem hann skilar til okkar rafrænt fyrir fyrsta viðtalið. Við vinnum úr spurningalistanum áður en viðtalið fer fram.

Í viðtalinu er skimað fyrir frekari áhættuþáttum út frá svörun spurningalista með samtalsmeðferð. Niðurstöður eru svo sendar rafrænt að loknu viðtali. Í niðurstöðum er meðal annars að finna ábendingar um þjónustu og meðferðaraðila, ef þurfa þykir, ásamt ráðleggingum og ábendingum um þjónustu- og stuðnings úrræði sem viðkomandi kann að eiga rétt á.

Skimun og ráðgjöf, eftirfylgni 4 vikur

Viðskiptavinur hefur fullan aðgang að sínum persónulega ráðgjafa út tímabilið. Viðskiptavinur fær sendan spurningalista sem hann skilar til okkar rafrænt fyrir fyrsta viðtalið. Við vinnum úr spurningalistanum áður en viðtalið fer fram.

 

Í viðtalinu er skimað fyrir frekari áhættuþáttum út frá svörun spurningalista með samtalsmeðferð. Niðurstöður eru svo sendar rafrænt að loknu viðtali. Í niðurstöðum er meðal annars að finna ábendingar um þjónustu og meðferðaraðila, ef þurfa þykir, ásamt ráðleggingum og ábendingum um þjónustu- og stuðnings úrræði sem viðkomandi kann að eiga rétt á.

Skimun og ráðgjöf, áskrift

Við bjóðum einnig upp á áskriftarleið. Skimun og ráðgjöf, ásamt eftirfylgni á 4. vikna fresti. Viðskiptavinur hefur fullan aðgang að sínum persónulega ráðgjafa á áskriftartímabilinu. Viðskiptavinur fær sendan spurningalista sem hann skilar til okkar rafrænt fyrir fyrsta viðtalið. Við vinnum úr spurningalistanum áður en viðtalið fer fram.

 

Í viðtalinu er skimað fyrir frekari áhættuþáttum út frá svörun spurningalista með samtalsmeðferð. Niðurstöður eru svo sendar rafrænt að loknu viðtali og þeim fylgt eftir á fjögurra vikna fresti með viðtali.

Í niðurstöðum er meðal annars að finna ábendingar um þjónustu og meðferðaraðila, ef þurfa þykir, ásamt ráðleggingum og ábendingum um þjónustu- og stuðningsúrræði sem viðkomandi kann að eiga rétt á.

Forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir 

Stóraukin tíðni lífsstílssjúkdóma gerir það að verkum að sífellt fleiri ná ekki að njóta lífsins til fulls. Við þessu þarf að bregðast og vinna betur í rót vandans. Mikilvægt er að þróa úrræði sem geta spornað við þeirri heilsufarslegu þróun sem breyttur lífsstíll undanfarinna ára og áratuga hefur haft í för með sér.  

Ljóst má vera að þörf er á annarri nálgun í heilbrigðiskerfinu, meðfram þeim úrræðum sem til staðar eru. Heilbrigðisráðgjöf sem býður upp á forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir heilsubresti er þjónusta sem gæti dregið úr þessum vanda. Markmið fyrirtækisins er að veita fjarheilbrigðisráðgjöf í hæsta gæðaflokki fyrir þá sem vilja minnka hættuna á heilsubresti, lengja líftímann og ekki síst fjölga heilbrigðari og innihaldsríkari æviárum.

ÖM_Merki_2021_Minna.png
292BA5AD-B508-4B7B-9A8A-7846751F37DA_4_5005_c.jpeg
logo-172w.png.webp
bottom of page